- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skulduðum okkur betri frammistöðu eftir leikinn við FH

Róbert Aron Hostert og Alexander Petersson sauma að Blæ Hinrikssyni í leiknum að Varmá í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Varnarleikurinn var frábær hjá okkur. Það hafði sitt að segja að Róbert Aron Hostert og Aron Dagur Pálsson bættust í hópinn hjá okkur frá síðasta leik. Munar svo sannarlega um minna. Mér fannst við skulda okkur betri frammistöðu eftir leikinn við FH á fimmtudaginn og við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is eftir fimm marka sigur Vals á Aftureldingu að Varmá í kvöld, 33:28.

Svöruðum í kvöld

„Við vorum ekki hræðlegir gegn FH en náðum hvorki að vera góðir í vörn eða sókn. Okkur tókst að svara í kvöld. Mörg mörk eftir hraðaupphlaup og varnarleikurinn frábær,“ sagði Óskar Bjarni en með sigrinum komst Valur á ný í annað sæti Olísdeildar með 20 stig, þremur stigum á eftir forystusauðunum í FH.

Úlfar Páll Monsi Þórðarson skorar hjá gamla samherja sínum Brynjari Vigni Sigurjónssyni. Mynd/Raggi Óla

Keyrslan öguð og góð

„Mér fannst keyrslan öguð og góð, hún kom á réttum tíma og var betri en í síðustu leikjum á undan. Ég var öruggur um það fyrirfram að við myndum spila vel í kvöld, hvort sem við myndum vinna eða tapa. Þegar við erum komnir með flesta okkar menn og getum rúllað vel á hópnum þá erum við með mjög skemmtilega breidd ef við notum hana rétt. Liðsheildin okkar fer langt með þetta. Þegar hún er til staðar þá erum við frábærir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is að Varmá í kvöld.

Staðan í Olísdeildum.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -