Eins og vant er á þessum árstíma þá stendur handboltavefsíðan handball-planet fyrir vali á bestu handknattleiksmönnum heims á meðal lesenda sinna. Oftar en ekki eru íslenskir handknattleiksmenn á meðal þeirra sem kom til greina að mati vefsíðunnar. Engin undantekning er á að þessu sinni.
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður og leikmaður Telekom Veszprém er á meðal fjögurra vinstri hornamanna sem koma til greina að hreppa hnossið sem besti vinstri hornamaður ársins 2023.
Bjarki Már er ekki eini Íslendingurinn sem er í „pottinum“ að þessu sinni. Gísli Þorgeir Kristjánsson er á meðal þeirra sem handball-planet telur koma til álita sem besti miðjumaður ársins.
Hér fyrir neðan er hlekkur á valið:
Kjósa Bjarka Má besta vinstri hornamann ársins 2023.
Kjósa Gísla Þorgeir besta miðjumann ársins 2023.