- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg fór á kostum er Zwickau treysti stöðu sína

Hoppandi kátir leikmenn BSV Sachsen Zwickau eftir sigurinn á Kirchhof í dag. Díana Dögg er önnur f.v. í næst neðstu röð. Mynd/ BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir átti stórleik í dag þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Liðið vann 09 Kirchhof, 30:22, á útivelli eftir að hafa verið níu mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:7.

Með sigrinum treysti BSV Sachsen Zwickau betur forystu sína í deildinni, hefur 35 stig eftir 20 leiki og er tveimur stigum á undan Füchse Berlin og þremur á undan Herrenberg sem er í þriðja sæti. Liðin þrjú keppast um efsta sætið sem veitir keppnisrétt í 1. deild að ári.


Sem fyrr segir fór Díana Dögg á kostum í leiknum. Auk þess að skora fjögur mörk átti hún sex stoðsendingar, skapaði 11 marktækifæri, fiskaði eitt vítakast og stal boltanum einu sinni af liðsmönnum Kirchhof.


„Þetta var flottur sigur hjá okkur. Fyrri hálfleikur töluvert sterkari en sá seinni en mikilvæg tvö stig í baráttunni,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is eftir leikinn. Vegna góðs gengis í toppbaráttu deildarinnar og út af ströngum sóttvarnarreglum í Þýskalandi gat Díana Dögg ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem um helgina leikur í forkeppni HM. Lið hennar má hreinlega ekki við að verða af kröftum Díönu Daggar um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -