Nú þegar íslenska kvennalandsliðið er komið áfram í umspilsleiki um þátttökurétt á HM í handknattleik kvenna er ekki úr vegi að líta á hvernig því verður háttað. Dregið verður í umspilsleikina á morgun.
Fyrri umferð umspilsleikjanna fer fram 16. og 17. apríl og sú síðari 20. og 21. apríl. Leikið verður heima og að heiman. Sigurliðin tryggja sér keppnisrétt á HM sem fram fer á Spáni 1. til 19. desember.
Lið 20 þjóða verða í dregin saman. Þeim verður skipt í tvo styrkleikaflokka.
Í efri flokki verða:
Tékkland, Þýskaland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvenía og Svíþjóð.
Í neðri flokki verða:
Austurríki, Hvíta-Rússland, Ísland, Ítalía, Norður-Makedónía, Portúgal, Slóvakía, Sviss, Tyrkland og Úkraína.
Íslenska landsliðið verður semsagt dregið gegn liði úr efri styrkleikaflokknum.