- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Blásið til leiks á ný eftir HM-hlé

Leikmenn Vipers Kristiansand sigri meðan svo virtist sem rekstur félagsins léki í lyndi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna í handknattleik hefst á ný um helgina með átta spennandi leikjum. Má þar m.a. nefna viðureign danska liðsins Ikast og ungverska liðsins FTC á mið-Jótlandi. EHF beinir sjónum áhorfenda sérstaklega að leiknum með því að segja hann vera viðureign helgarinnar. Úr fleiri leikjum verður að velja fyrir þá sem tök hafa á að fylgjast með.

Í A-riðli freistar ungverska liðið Györ þess að sigra í níunda leiknum í röð á meðan Bietigheim og Odense munu berjast um annað sætið í suður Þýskalandi.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Györ – Sävehof | laugardagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Györ leitast eftir því að bæta níunda sigurleiknum við í sigurgöngu sína en liðið er það eina af 16 sem hefur unnið allar viðureignir sínar til þessa.
  • Sävehof hefur tapað síðustu tólf leikjum sínum í Meistaradeildinni.
  • Tapi Sävehof þessum leik verður það lengsta taphrina liðsins í Meistaradeildinni.
  • Johanna Bundsen markvörður Sävehof hefur varið næst flest skot í Meistaradeildinni, 93. Aðeins Hatadou Sako markvörður Metz hefur varið fleiri skot eða 97.
  • Liðin hafa mæst níu sinnum áður og hefur Györ unnið í hvert einasta sinn.

Brest – DVSC Schaeffler | laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV

  • Brest hefur ekki náð að sigra í leik á heimavelli það sem af er keppni í Meistaradeildinni til þessa í vetur. Liðið hefur tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli. Sex af 7 stigum sem liðið hefur náð í til þessa hefur fengist á útivelli.
  • Eftir endurkomu ungverska liðsins, DVSC Schaeffler, í Meistaradeildina eftir 10 ára fjarveru hefur það aðeins náð í eitt stig í þremur leikjum á útivelli.
  • Sigri Brest í leiknum að þessu sinni verður það fertugasti sigurleikur liðsins í Meistaradeild kvenna.
  • Valeriia Maslova hægri skytta Brest situr í sjöunda sætinu yfir markahæstu leikmenn með 48 mörk, fjórum mörkum minna en Andrea Lekic sem er markahæst.
  • Vörn og markvarsla hefur verið vandamál hjá ungverska liðinu á tímabilinu en liðið hefur fengið á sig 238 mörk til þessa og er aðeins með 66 skot varin.

Bietigheim – Odense | sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Þýska liðið byrjaði Meistaradeildina með miklum látum og vann fyrstu fimm leiki sína en hefur síðan tapað þremur leikjum í röð.
  • Aðeins Ikast (282 mörk) og Metz (280 mörk) hafa skorað fleiri mörk en Odense á þessu tímabili. Liðið hefur að jafnaði að meðaltali 40 mörk í síðustu þremur leikjum sínum.
  • Þýska liðið hóf síðustu leiktíð einnig með fimm sigurleikjum en tókst hins vegar ekki að koma sér í útsláttarkeppnina. Útlitið er bjartara á þessari leiktíð.
  • Karolina Kudlacz-Gloc hægri skytta Bietigheim er áttunda markahæst í Meistaradeildinni með 47 mörk. Maren Ardahl línumaður Odense er níunda markahæst með 46 mörk.
  • Danska liðið hefur unnið allar þrjár viðureignir liðanna til þessa.

CSM Búkaresti – Buducnost | sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Eftir að hafa ekki tapað síðustu þremur leikjum í deildinni á CSM góða möguleika á því að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins.
  • Útivöllurinn hefur ekki verið að fara vel með Buducnost til þessa en liðið hefur aðeins krækt í eitt stig í fjórum leikjum.
  • Óljóst er með þátttöku Cristinu Neagu í þessum leik. Hún hefur verið að glíma við meiðsli síðan í aðdraganda HM.
  • Grace Zaadi mun hins vegar vera orðin leikfær eftir að hafa verið fjarverandi í smátíma hjá rúmenska liðinu. Elizabeth Omoregie er hins vegar ennþá meidd.
  • CSM hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum þessara liða.

    Staðan í A-riðli:
Standings provided by Sofascore

B-riðill:

Esbjerg – Lubin | laugardagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Fjórir leikmenn Esbjerg unnu til silfurverðlauna með norska landsliðinu og þrír til viðbótar unnu brons með danska landsliðinu á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Línukonan Kathrine Heindahl meiddist í undanúrslitaleik Danmerkur og Noregs og verður frá keppni það sem eftir er tímabilsins.
  • Danska liðið er með fjórða besta sóknarleikinn í Meistaradeildinni. Liðið hefur skorað 259 mörk í átta leikjum. Sjöunda markið í þessum leik verður mark númer 2.500 í Meistaradeild kvenna. Pólska liðið hefur hins vegar aðeins skorað 187 mörk á þessu tímabili.
  • Karolina Kochaniak-Sala vinstri skytta Lubin er markahæst í pólska liðinu með 35 mörk.
  • Esbjerg vann fyrri viðureign liðanna, 36 – 34.

Krim – Rapid Búkaresti | laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV

  • Rapid Búkaresti vann fyrri viðureign liðanna, 27 – 22.
  • Krim hefur tapað þremur leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Eftir erfiða byrjun og aðeins einn sigurleik hefur Rapid tekist að snúa gengi liðsins við og vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum.
  • Krim er með bestu vörnina í Meistaradeildnni en liðið hefur aðeins fengið á sig 223 mörk í átta leikjum.
  • Jovanka Radicevic er markahæst í slóvenska liðinu með 41 mörk.
  • Orlane Kanor leikmaður Rapid varð heimsmeistari með Frökkum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti.

Ikast – FTC | sunnudagur kl 13 | Beint á EHFTV

  • Andrea Lekic leikmaður FTC er markahæst í Meistaradeildinni með 52 mörk. Hún hefur skorað alls 1.002 mörk í Meistaradeildinni.
  • Marketa Jerabkova er næst markahæst í liði Ikast. Hún varð markadrottning á heimsmeistaramótinu í síðasta mánuði.
  • Danska liðið hóf tímabilið með fimm sigurleikjum í röð en hefur fatast flugið og tapað þremur leikjum í röð.
  • Ungverska liðið byrjaði hins vegar mun verr og tapaði fjórum leikjum og gerði eitt jafntefli. Liðið vann þrjá síðustu leiki sína í keppninni fyrir HM-hléið.
  • Ef ungverska liðið sigrar í þessum leik verður það 120. sigur þess í Meistaradeildinni. Verður FTC þar með fimmta félagið til að ná þeim áfanga.
  • FTC sigraði fyrri leik þessara liða með minnsta mun 37 – 36 eftir hörkuleik.

Metz – Vipers | sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Metz hefur unnið fimm leiki í röð en síðasti tapleikur var í 3. umferð í september.
  • Kristina Jørgensen leikmaður Metz er næst markahæst með 51 mark og Sarah Bouktit línumaður kemur næst á eftir með 49 mörk. Hjá Vipers er það Jana Knedlikova sem er markahæst með 49 mörk í átta leikjum.
  • Þetta verður í ellefta sinn sem liðin leiða saman hesta sína en franska liðið hefur aðeins náð að vinna einu sinni.
  • Metz átti tvo fulltrúa í úrvalsliði heimsmeistaramótsins, þær Chloé Valentini (vinstra horn) og Louise Burgaard (hægri skytta) auk þess unnu átta leikmenn liðsins til verðlauna á mótinu.

    Staðan í B-riðli:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -