- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur íslenskur sigur í Vínarborg

Íslenska landsliðið sem lék semm mættir Austurríki í Vínaborg á dögunum. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið vann öruggan sigur á austurríska landsliðinu í fyrri vináttuleiknum í handknattleik karla sem fram fór í Multiversum Schwechat-íþróttahöllinni í Vínarborg í kvöld. Lokatölur 33:28. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 19:14, Íslandi í hag. Liðin mætast aftur á mánudaginn klukkan 17.10 í Linz.

Munurinn varð mestur átta mörk í síðari hálfleik, síðast 30:22, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þá var leikurinn byrjaður að flosna aðeins upp. Talsvert var um tapaða bolta hjá íslenska liðinu síðustu 10 til 12 mínúturnar.


Varnarleikurinn var góður, ekki síst í síðari hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu í síðari hálfleik og var frábær, varði 11 skot, 44%, átti margar sendingar fram völlinn sem flestar rötuðu í réttar hendur.

Sóknarleikurinn var mjög góður í 45 til 50 mínútur en það var eins og strengirnir væru ekki eins vel stilltir þegar á leið.

Hraðinn var mikill í leik íslenska liðsins. Óspart var hlaupið var við öll tækifæri. Það skilað mörgum tækifærum og mun fleiri en tókst að nýta.

Austurríkismenn reyndu mjög að draga niður í hraðanum lengi vel en varð lítt kápan úr því klæðinu.

Allir 18 leikmenn EM-hópsins voru á skrá í leiknum. Af þeim komu 16 við sögu í leiknum. Kraftar Arnars Freys Arnarssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donni, voru ekki nýttir að þessu sinni.


Mörk Íslands: Elliði Snær Viðarsson 8, Bjarki Már Elísson 4, Ómar Ingi Magnússon 4/1, Aron Pálmarsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Stiven Tobar Valencia 2, Haukur Þrastarson 2, Janus Daði Smárason 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Viggó Kristjánsson 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1, Elvar Örn Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11, 44% – Viktor Gísli Hallgrímsson 17,6%.
Mörk Austurríkis: Mykola Bilyk 5, Janko Bozovic 5, Sebastian Frimmel 4, Lukas Hutecek 4, Tobias Wagner 3, Lukas Herburger 3, Boris Zivkovic 2, Eric Damböck 1, Robert Weber 1.
Varin skot: Ralf Patrick Häusle 8, 29,6% – Thomas Eichberger 4, 28,6%.

Tölfræði HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -