- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lék sinn 260. landsleik – 21 ár frá fyrsta leiknum

Björgvin Páll Gústavsson á vaktinni í 259. landsleiknum í Vínarborg á laugardaginn. Mynd/Kristján Orri
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins lék í kvöld sinn 260. A-landsleik þegar íslenska landsliðið mætti austurríska landsliðinu í síðari vináttuleiknum sem fram fór í Linz í Austurríki. Tuttugu og eitt ár er síðan Björgvin Páll lék fyrst með A-landsliðinu. Hann er áttundi leikjahæsti landsliðsmaður Íslands og er 11 leikjum á eftir Valdimari Grímssyni sem erí sjöunda sæti.


Sinn fyrsta A-landsleik lék Björgvin Páll gegn Pólverjum í Ólafsvík 1. nóvember árið 2003. Hann er þar með að hefja sitt 21. ár með landsliðinu og jafnar metin við Guðjón Val Sigurðsson (1999-2020) og Ólafi Stefánsson (1992-2013) en 21 ár leið frá fyrsta landsleikjum þeirra fram til þess síðasta.

17. stórmótið í röð

Björgvin Páll er á leiðinni á sitt 17. stórmót með landsliðinu, þar af áttunda Evrópumótið í röð. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum landsliðsins frá Ólympíuleikunum 2008. Átta Evrópumót, sjö heimsmeistaramót og tvennir Ólympíuleikar.

Björgvin Páll á ennþá nokkuð í land að ná Guðjóni Val sem var með á 22 stórmótum, 11 Evrópumótum, átta heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Frá 2000 til og með 2020 missti Guðjón Valur aðeins af einu stórmóti sem landsliðið var með á, HM 2019.

Lék sinn 170. landsleik

Aron Pálmarsson lék sinn 170. A-landsleik í kvöld. Hans fyrsti A-landsleikur var á móti Belgíu í Laugardalshöll 29. október 2008.

Aron tekur þátt í sínu 13. stórmóti með landsliðinu þegar keppni hefst á EM á föstudaginn. Fyrsta stórmót Arons var EM 2010. Aron missti af HM 2017 og 2021 vegna meiðsla.

Aron Pálmarsson sækir að vörn Belga í sínum fyrsta A-landsleik í Laugardalshöll 29. október 2008. Mynd/Golli
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -