- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Fáránlega jákvætt að við tökum ekki eftir Aroni

Aron Pálmarsson í síðari leiknum við Austurríki í gær. Mynd/Kristján Orri
- Auglýsing -

Farið var yfir frammistöðu Arons Pálmarssonar í leikjunum tveimur gegn Austurríki í aðdraganda EM í nýjasta þætti Handkastsins sem kom út í gærkvöld, fljótlega eftir að síðari vináttuleik Íslands og Austurríkis lauk.


„Þegar maður hugsar um leikina þá tók maður eiginlega ekki eftir Aroni og það er ekkert endilega neikvætt. Hann var bara inná, þetta var óþvingað, hann tók sína sénsa og spilaði kerfin vel. Við erum með Hauk, Elvar og Janus og við þurfum að rúlla liðinu og ég held að það henti honum vel, miðað við hans meiðslasögu og annað,“ sagði Theodór Ingi Pálmason einn þeirra sem tók þátt í umræðum í þættinum.

„Auðvitað er spurningarmerki að maður sem er vanur að vera númer eitt í þessu liði og hefur verið það í tíu ár. Hvernig hann fúnkerar að vera kominn í einhverja róteringar hlutverk og mér fannst hann gera það vel,“ bætti Teodór Ingi við.

Hef góða tilfinningu fyrir Aroni

Arnar Daði stjórnandi Handkastsins telur að það séu jákvætt að það fari minna fyrir Aroni í landsliðinu.

„Ég held að það sé bara fáránlega jákvætt að við tökum ekki eftir Aroni Pálmarssyni. Einu skiptin sem maður hefur tekið eftir Aroni í landsleikjunum undanfarin ár er á neikvæðan hátt. Ég held að það sé betra að það sé enginn að pæla í honum og hann skilar sínum mörkum og stoðsendingum. Það er bara frábært. Ég tek því miklu frekar heldur en að hann sé í fyrirsögnum eftir hvern einasta leik af því að hann er að valda vonbrigðum. Ég hef góða tilfinningu fyrir Aroni fyrir þetta mót,“ sagði Arnar Daði Arnarsson.

Nýjasta Handkastið er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -