- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmti í röð hjá Elvari – naumt tap hjá Grétari Ara

Elvar Ásgeirsson t.v. í leik með Nancy. Mynd/Nancy
- Auglýsing -

Elvar Ásgeirsson lék afar vel þegar Nancy vann sjötta leik sinn í röð, þar af þann fimmta eftir að Elvar kom til liðsins, í kvöld í frönsku B-deildinni í handknattleik. Nancy lagði þá botnliðið Angers, 28:24, á heimavelli eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:9.


Elvar skoraði sjö mörk í 11 skotum og var næst markahæstur í liði Nancy. Ekkert markanna skoraði Elvar úr vítakasti.


Nancy er komið í annað sæti deildarinnar með 28 stig eftir 18 leiki. Saran er efst með 28 stig en hefur aðeins lokið 16 leikjum. Pontault er einnig með 28 stig í 16 leikjum. Liðin áttu að mætast í kvöld á heimavelli Pontault en viðureigninni var frestað vegna kórónuveirusmita.

Grétar Ari Guðjónsson markvörður Nice. Mynd/Cavigal Nice Handball


Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og félagar hans í Nice töpuðu naumlega fyrir Cherbourg, 32:31, á heimavelli. Cherbourg er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig að loknum 18 leikjum.


Grétar Ari og félagar voru óheppnir að fá ekki annað stigið í leiknum. Þeir höfðu tækifæri til að jafna metin eftir að leikmenn Cherbourg komust yfir, 32:31, með marki úr vítakasti þegar rúm mínúta var til leiksloka. Hafnfirðingurinn stóð allan leikinn á milli stanganna í marki Nice og varði níu skot, 23% hlutfallsmarkvarsla.


Nice situr sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum frá sjötta sætinu en liðin sem hafna í þriðja til sjötta sæti fara í umspilskeppni um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Tvö efstu liðin fara hinsvegar beint upp. Enn eru átta umferðir eftir hjá flestum liðum deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -