Það voru leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum íslenska landsliðsins mikil vonbrigði að fá ekki a.m.k. annað stigið úr viðureigninni við Þýskalandi á Evrópumótinu í handknattleik karla í gærkvöld. Íslenska landsliðið lék sinn besta leik í keppninni en varð að sætta sig við tveggja marka tap, 26:24, í stórkostlegri stemningu meðal 19.750 áhorfenda í Lanxess-Arena í Köln.
Ísland er þar með neðst í milliriðli eitt að lokinni einni umferð. Frakkar eru efstir með fjögur stig. Austurríki er með þrjú stig, Ungverjar og Þjóðverjar tvö stig og Króatar eitt.
Næsti leikur Íslands verður við Frakka á morgun laugardag. Flautað verður til leiks klukkan 14.30.
Hér fyrir neðan er nokkrar myndir Hafliða Breiðfjörð sem ramma inn tilfinningarnar í leikslok í gærkvöld.