- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki dagur Íslendingaliðanna

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og fyrirliði BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Liðin sem íslensku landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir leika með töpuðu bæði í dag þegar 12. umferð þýsku 1. deildarinnar hófst með fjórum leikjum. BSV Sachsen Zwickau sem Díana Dögg leikur með tapaði með sex marka mun á heimavelli fyrir Oldenburg, 30:24, en TuS Metzingen, lið Söndru, tapaði fyrir Leverkusen á útivelli, 29:23.

Sandra lék ekki með TuS Metzingen í leiknum. TuS Metzingen var marki yfir í hálfleik, 15:14. Sandra hefur verið frá um skeið vegna tognunar í aftanverðum lærvöðva.

TuS Metzingen situr í 7. sæti af 14 með 12 stig að loknum 12 leikjum.

Díana Dögg og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau voru einnig yfir í hálfleik gegn Oldenburg, 13:12. Þeim féll hinsvegar allur ketill í eld í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að Oldenburg gekk á lagið og vann öruggan sigur. Díana Dögg skoraði 2 mörk, átti 4 stoðsendingar og fjögur sköpuð færi og vann einn ruðning í vörninni.

BSV Sachsen Zwickau er áfram í 11. sæti með sex stig þegar 12 leikir eru að baki.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -