Ungmennalið Fram og Vals höfðu sætaskipti í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar Fram hafði betur í heimsókn sinni til Vals, 28:21, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 15:15. Fram situr þar með í sjötta sæti með 12 stig eins og HK sem lagði ungmennalið Hauka, 36:25, í Kórnum í dag. Valur er í sjöunda sæti og Haukar í því áttunda.
Markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen hjá Fram og Arna Sif Jónsdóttir í marki Vals, voru áberandi í viðureign liðanna í N1-höll Valsara (áður Origohöllin), í kvöld. Hvor þeirra varði nærri 20 skot. Einkum náðu Ethel Gyða sér vel á strik í síðari hálfleik í takti við bættan varnarleik.
Aníta Eik Jónsdóttir skoraði 11 mörk fyrir HK í 11 marka sigri liðsins á ungmennaliði Hauka í Kórnum rétt eftir hádegið í dag. Ester Amíra Ægisdóttir gerði enn betur í liði Hauka. Hún skoraði 13 mörk.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Valur U – Fram U 21:28 (15:15).
Mörk Vals U.: Ásrún Inga Arnarsdóttir 4, Kristbjörg Erlingsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Sólveig Þórmundsdóttir 2, Arna Karitas Eiríksdóttir 2, Embla Heiðarsdóttir 1, Kristina Phuong Nguyen 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 15, Hekla Soffía Gunnarsdóttir 2.
Mörk Fram U.: Valgerður Arnalds 8, Sara Rún Gísladóttir 5, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 5, Silja Katrín Gunnarsdóttir 5, Elín Ása Bjarnadóttir 3, Matthildur Bjarnadóttir 2.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 17, Þórdís Idda Ólafsdóttir 1.
HK – Haukar U 36:25 (16:11).
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 11, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 5, Amelía Laufey G. Miljevic 5, Leandra Náttsól Salvamoser 5, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 3, Inga Fanney Hauksdóttir 2, Stella Jónsdóttir 2, Freyja Van Putte 1, Aníta Björk Bárðardóttir 1, Auður Katrín Jónasdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 5, Þórfríður Arinbjarnardóttir 5, Íris Eva Gísladóttir 1.
Mörk Hauka U.: Ester Amíra Ægisdóttir 13, Roksana Jaros 4, Hafdís Helga Pálsdóttir 3, Andrea Mist Grettisdóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Brynja Eik Steinsdóttir 1, Þóra Hrafnkelsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 12, Erla Rut Viktorsdóttir 2.