- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír á meðal fimm markahæstu

Viggó Kristjánsson í leik með Stuttgart á síðasta tímabili. Mynd/TVB Stuttgart
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn eru sem fyrr í fremstu röð í Þýskalandi. Þrír þeirra eru á meðal fimm efstu á lista yfir þá sem skorað hafa flest mörk í 1. deild. Framan af tímabili voru Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson í hópi þeirra markahæstu en eftir áramót hefur Ómari Ingi Magnússon sótt í sig veðrið og er nú kominn í hóp fimm efstu með Bjarka Má og Viggó.

Hér er listi yfir 20 þá markahæstu í deildinni, fjöldi marka/þar af vítaköst og loks fjöldi leikja.

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg

Marcel Schiller, Göppingen, 148/69 – 21.
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 147/57 – 23.
Robert Weber, Nordhorn, 145/61 – 22.
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 143/72 – 22.
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 138/44 – 21.

Bjarki Már Elísson, Lemgo, markakóngur þýsku 1. deildarinnar tímabilið 2019/2020. Mynd/GWD Minden


Florian Billek, Coburg, 125/29 – 23.
Uwe Gensheimer, RNL, 122/52 – 21.
Niclas Ekberg, Kiel, 121/52 – 19.
Julius Kühn, Melsungen, 120/0 – 19.
Hampus Wanne, Flensburg, 114/47 – 17.

Christoffer Rambo, GWD Minden, 110/3 – 23.
Timo Kastening, Melsungen, 105/27 19.
Noah Beyer, Essen, 103/46 – 18.
Andy Schmid, RNL, 101/15 – 22.
Hans Lindberg, F. Berlin, 100/56 – 19.

Vladan Lipovina, Balingen, 99/0 – 22.
Sebastian Heymann, Göppingen, 97/0 – 21.
Ivan Martinovic, H-Burgdorf, 97/28 – 22.
Stefan Cavor, Wetzlar, 96/0 – 19.
Sime Ivic, Erlangen, 96/40 – 20.

Áfram verður leikið í þýsku 1. deildinni og reyndar í 2. deild einnig yfir páskahátiðina. Reyndar eru leikmenn tveggja liða í 1. deild í sóttkví um þessar mundir og hafa verið síðustu daga, þ.e. Hannover-Burgdorf og Lemgo. Liðin leika þar af leiðandi ekki fyrr en komið verður eitthvað fram í næstu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -