Íslendingar skemmtu sé konungslega utan vallar sem innan þegar landsliðið lék við Króatíu í gær og vann Króata með fimm marka mun í 3. umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi.
Enn er all nokkur hópur Íslendinga á leikjum landsliðsins. Meðal áhorfenda í gær var fólk norðan úr Árneshreppi í Strandasýslu sem kom til Kölnar kvöldið fyrir leikinn við Króata gagngert til þess að styðja strákana okkar. Geri aðrir betur. Galdrar Standa hafa e.t.v. gert gæfumuninn í Lanxess-Arena?
Sem fyrr stendur Sérsveitin, stuðningsmannasveit handboltalandsliðanna í stafni og stýrir stemningunni á meðal Íslendinganna og sér m.a. um að skipuleggja samkomur fyrir leikina og auk þess að halda mönnum við efni á leikstað.
Hafliði Breiðfjörð þefaði uppi Íslendingana í stúkunni í gær. (Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).