- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur í Höllinni á Akureyri

Þórsarinn Arnór Þorri Þorsteinsson. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Sigurður Snær Sigurjónsson tryggði ungmennaliði Hauka annað stigið í viðureign við Þór í Grill 66-deild karla í handknattleik í gærkvöld, 33:33, í Höllinni á Akureyri. Sigurður Snær skoraði á síðustu sekúndu leiksins en aðeins 14 sekúndum fyrir leikslok hafði Brynjar Hólm Grétarsson komið Þórsurum yfir, 33:32, í miklum spennuleik þar sem nánast var jafnt á öllum tölum.

Arnór Þorri Þorsteinsson fór á kostum í leiknum. Hann skoraði 15 mörk fyrir Þórsara sem eru jafnir ÍR-ingum með 16 stig. Þór eftir 12 leiki en ÍR að loknum 11 leikjum. Liðin eru efst þeirra sem geta komist upp í Olísdeild í vor. Ungmennalið Fram trónir á toppnum en á ekki þess kost að færast upp í deild þeirra bestu. Fjölnir er skammt á eftir ÍR og Þór.

Þór var marki yfir í hálfleik í leiknum í gær, 18:17. Nánar er fjallað um leikinn, sem var jafn og spennandi nánast allan tímann, á Akureyri.net.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 15, Halldór Kristinn Harðarson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Aron Hólm Kristjánsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1,
Varin skot: Bjarki Símonarson 10, Kristján Páll Steinsson 5.

Mörk Hauka U.: Egill Jónsson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 7, Kristinn Pétursson 6, Ásgeir Bragi Þórðarson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 3, Páll Þór Kolbeins 2, Össur Haraldsson 2, Magnús Gunnar Karlsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12, Ari Dignus Maríuson 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -