- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum fengið annað stigið

Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það hefði ekki verið ósanngjarnt þótt okkur hefði tekist að ná öðru stiginu,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR eftir eins marks tap fyrir Fram, 24:23, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í 16. umferð deildarinnar. Ethel Gyða Bjarnesen, markvörður Fram, varði síðasta markskot ÍR-inga rétt áður en leiktíminn rann út. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11.

Fram er þar með áfram í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur á eftir Haukum en ÍR situr í 5. sæti með 14 stig í 16 leikjum, tveimur stigum á eftir ÍBV sem er tveimur leikjum á eftir.

Flott innkoma hjá mörgum

„Flott innkoma hjá mörgum stelpum í liðinu. Enn og aftur sýndi liðið bara mikinn karakter. Það var grátlegt að fá ekki eitt stig að launum,“ sagði Sólveig Lára sem hefur svo sannarlega sett saman hörkulið hjá ÍR á skömmum tíma en ÍR lék í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð og færðist upp um deild eftir umspil um sæti í Olísdeildinni í vor sem leið.

Horfum til liðanna fyrir ofan

„Nú orðið þá horfum við frekar til liðanna fyrir ofan okkur en þeirra sem eru fyrir neðan. Okkur langar mjög mikið til að ná einum sigri gegn einhverju af liðunum fjórum sem eru fyrir ofan. Við erum alveg á mörkunum, vantar lítið upp á. Vonandi náum við því,“ sagði Sólveig Lára sem ennfremur.

Án þriggja leikmanna

ÍR fór ekki áfallalaust í gegnum leikinn. Matthildur Lilja Jónsdóttir veiktist og tók ekkert þátt í síðari hálfleik. Sylvía Sigríður Jónsdóttir fékk fingur í annað augað og varð að halda sig til hlés nær allan síðari hálfleikinn. Þetta bætist ofan á að Sara Dögg Hjaltadóttir hefur verið frá keppni í nærri mánuð vegna handarbrots.

„Það munar svo sannarlega um að missa út þrjá byrjunarliðsmenn,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR í samtali við handbolta.is í Úlfarsárdal í kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.

Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 8, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 11, Ethel Gyða Bjarnasen 6.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 7, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 16.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

https://handbolti.is/anaegd-med-ad-okkur-tokst-ad-klora-okkur-i-gegnum-leikin/
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -