- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Obradovic kveður, Bregar framlengir, Hildigunnur, Sivertsson , Bitter, Goluza

Ljubomir Obradovic, fráfarandi landsliðsþjálfari Serbíu í handknattleik kvenna. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Staðfest hefur verið að Ljubomir Obradovic hafi látið af störfum sem landsliðsþjálfari Serba í handknattleik kvenna eftir fjögur ár við stjórnvölinn. Undir stjórn Obradovic hafnaði serbneska landsliðið í sjötta sæti á HM 2019. Kórónuveiran setti strik í reikninginn á EM í Danmörku í desember síðastliðinn og fóru Serbar heim eftir riðlakeppnina þrátt fyrir frábæra byrjun á mótinu með sigri á heimsmeisturum Hollendinga. Eftir að Serbar náðu ekki að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana á dögunum voru dagar Obradovic í stól þjálfara landsliðsins taldir. 
  • Eins og kom fram á handbolta.is á þriðjudaginn þá tekur Uros Bregar við þjálfun serbneska landsliðsins. Hann sagði í skyndi upp sem landsliðsþjálfari Slóvena á mánudaginn. Ekki liggur fyrir hver tekur við af Breger. Slóvenar mæta íslenska landsliðinu í tveimur leikjum í umspili fyrir HM kvenna 17. og 21. apríl nk. Breger framlengdi hinsvegar í gær samning sinn um þjálfun Krim Ljublijana út næsta keppnistímabil með möguleika á ári til viðbótar eða fram á mitt árið 2023.
  • Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar í Leverkusen áttu að sækja Bietigheim heim í þýsku 1.deildinni í handknattleik í dag. Leiknum hefur verið frestað vegna smita kórónuveiru í herbúðum Bietigheim. Einnig er allt lið Borussia Dortmund, sem er í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir 24 leiki farið í sóttkví. Bietigheim lék við Dortmund á miðvikudagskvöldið en smitin hjá Bietigheim uppgötvaðist daginn eftir. 
  • Svíinn Ulf Sivertsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari kvennaliðs Kristianstad HK sem Andrea Jacobsen landsliðskona leikur með. Á síðustu mánuðum hefur Sivertsson verið í þjálfarateymi liðsins en tekur nú við stjórn þess. Sivertsson hefur víða verið á sínum þjálfaraferli, m.a. var hann landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla 1993-1997. 
  • Þýski landsliðsmarkvörðurinn og liðsfélagi Viggós Kristjánssonar hjá Stuttgart, Johannes Bitter, leikur ekki með Stuttgart næstu fjórar vikur. Hann fór á dögunum í speglun á hægra hné en það hefur verið að gera honum gramt í geði upp á síðkastið. 
  • Slavko Goluza, fyrrverandi landsliðsþjálfari og landsliðsmaður Króata, hefur framlengt samning sinn um þjálfun Tatran Presov í Slóvakíu til ársins 2022. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -