Fyrstu tveir leikir átta liða úrslita Poweradebikars karla í handknattleik fara fram í dag. Eyjamenn fá bikarmeistara Aftureldingar í heim í íþróttamiðstöðina. Flautað verður til leiks klukkan 13.30.
Stjarnan og KA, sem mættust í Olísdeildinni miðvikudaginn, leiða á ný saman hesta sína í Mýrinni í Garðabæ í dag klukkan 16.
Stórleikur verður á Hlíðarenda klukkan 18 þegar Valur tekur á móti serbneska liðinu RK Metaloplastika Elixir Sabac í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sú síðari verður í Sabac í Serbíu eftir viku.
Metaloplastika er í öðru sæti serbnesku 1. deildarinnar með 28 stig að loknum 15 leikjum, er aðeins tveimur stigum á eftir Vojvodina sem vann Evrópubikarkeppnina á síðasta ári. Partizan, sem FH lagði að velli í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í haust, situr í þriðja sæti.
Leikir dagsins
Grill 66-deild kvenna:
Kórinn: HK – Valur U, kl. 13.30 – handboltapassinn.
Lambhagahöllin: Fram U – Fjölnir, kl. 16 – handboltapassinn.
Staðan í Grill 66-deildum.
Poweradebikar karla, 8-liða úrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding, kl. 13.30 – sýndur á RÚV.
Mýrin: Stjarnan – KA, kl. 16 – handboltapassinn.
Evrópubikarkeppni karla, 16-liða úrslit, fyrri leikur:
N1-höllin: Valur – RK Metaloplastika Elixir Sabac, kl. 18.
– Mikið verður um dýrðir á Hlíðarenda og verður viðhafnarsalur opnaður klukkan 16.30.