Danska liðið Ikast, sem vann Evrópudeildina í handknattleik kvenna síðasta vor, heldur ennþá í vonina um að komast beint í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna. Ikast batt um helgina enda á sigurgöngu Metz í B-riðli með eins marks sigri á heimavelli, 35:34. Esbjerg lagði Krim Lubljana, 29:21, í Esbjerg.
Metz og Esbjerg hafa 20 stig hvort fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Ikast er stigi á eftir. Tvö efstu liðin í hvorum riðli sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og taka sæti í átta liða úrslitum. Þess vegna er eftir talsverðu að slægjast.
Úrslitaleikur um annað sætið
Í A-riðli hefur Györ fyrir nokkru síðan tryggt sér efsta sætið og þátttökurétt í átta liða úrslitum. Odense Håndbold og CSM Búkarest kljást um annað sætið. Liðin mætast í lokaumferðinni í Óðinsvéum á sunnudaginn. Danska liðið er tveimur stigum á undan. Hinsvegar vann CSM fyrri viðureign liðanna og mun því hirða annað sætið með sigri á Fjóni á sunnudaginn.
Liðin sem hafna í þriðja til sjötta sæti í hvorum riðli taka þátt í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Sigurliðin taka sæti í átta liða úrslitum ásamt tveimur efstu liðum hvors riðils. Tvö neðstu liðin í hvorum riðli heltast úr lestinni.
Þrjú lið keppa um tvö sæti
Í A-riðli er ljóst að Buducnost og Sävehof falla úr leik en í B-riðli er meiri spenna. Krim Ljubljana, FTC og Rapid Búkarest berjast um að forðast það að sitja eftir með sárt ennið. Krim stendur best að vígi auk þess eiga léttasta leikinn fyrir höndum í lokaumferðinni, gegn Zaglebie Lubin sem hefur ekki krækt í stig til þessa. Rapid tekur á móti Esbjerg en FTC sækir Metz heim.
The 𝗕𝗘𝗦𝗧 𝟳 𝗼𝗳 𝗥𝗼𝘂𝗻𝗱 13 are here!🌟 #CLW #ehfcl #DareToRise
— EHF Champions League (@ehfcl) February 13, 2024
Best defender ➡️ Ingvild Kristiansen Bakkerud 🛡️
MVP 🌟 Markéta Jeřábková pic.twitter.com/rtymrUNd6m
Úrslit 13. umferðar
A-riðill:
Brest Bretagne – Sävehof 28:23 (10:9).
CSM Búkarest – Bietigheim 31:28 (17:10).
Buducnost – Odense 17:33 (13:16).
DVSC Schaeffler – Györ 29:28 (14:14).
Staðan:
Györ | 13 | 11 | 0 | 2 | 400:324 | 22 |
Odense | 13 | 9 | 1 | 3 | 432:334 | 19 |
CSM Búkarest | 13 | 8 | 1 | 4 | 389:337 | 17 |
Brest Bretagne | 13 | 7 | 2 | 4 | 367:335 | 16 |
DVSC Schaeffler | 13 | 6 | 1 | 6 | 358:387 | 13 |
Bietigheim | 13 | 6 | 0 | 7 | 380:386 | 12 |
Buducnost | 13 | 2 | 1 | 10 | 295:399 | 5 |
Sävehof | 13 | 0 | 0 | 13 | 315:434 | 0 |

B-riðill:
Ikast – Metz 35:34 (18:16).
Esbjerg – Krim Ljubljana 29:21 (19:7).
FTC (Ferencváros) – Vipers 27:35 (13:17).
Zaglebie Lubin – Rapid Búkarest 21:24 (15:13).
Staðan:
Metz | 13 | 10 | 0 | 3 | 445:378 | 20 |
Esbjerg | 13 | 10 | 0 | 3 | 416:388 | 20 |
Ikast | 13 | 9 | 1 | 3 | 444:404 | 19 |
Vipers | 13 | 7 | 1 | 5 | 414:371 | 15 |
Krim | 13 | 5 | 1 | 7 | 357:365 | 11 |
FTC | 13 | 4 | 2 | 7 | 363:383 | 10 |
Rapid Búkarest | 13 | 4 | 1 | 8 | 342:366 | 9 |
Zaglebie | 13 | 0 | 0 | 13 | 308:434 | 0 |
Leikir síðustu umferðar
A-riðill:
Bietigheim – Buducnost, 17. febrúar.
Györ – Brest, 17. febrúar.
Odense – CSM, 18. febrúar.
Sävehof – DVSC Schaeffler, 18. febrúar
B-riðill:
Metz – FTC, 17. febrúar
Krim – Zaglebie Lubin, 17. febrúar.
Vipers – Ikast, 17. febrúar.
Rapid – Esbjerg, 18. febrúar.