Sextánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar. Áfram verður haldið í sextándu umferðinni í kvöld þegar Haukar sækja Gróttumenn heim í Hertzhöllina. Eftir að hafa fengið eitt stig í heimsókn til Vestmannaeyja í síðustu viku situr Grótta í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig. Haukar eru í sjötta sæti með 16 stig og fara upp fyrir Fram takist þeim að vinna leikinn á Nesinu.
Valur og ÍR eigast við í N1-höll Valsara í Olísdeild kvenna klukkan 20. Valur er efstur í deildinni en ÍR er í fimmta sæti eftir afar góða frammistöðu í deildinni sem nýliði.
Einnig verður leikið í Grill 66-deild kvenna í kvöld. Ofan á annað þá sækja FH-ingar liðsmenn Tatran Presov heim í kvöld í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Dómararnir Ivo Bosnjak og Josip Maric frá Bosníu flauta til leiks klukkan 17.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Hertzhöllin: Grótta – Haukar, kl. 18 – handboltapassinn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild kvenna:
N1-höllin: Valur – ÍR, kl. 20 – handboltapassinn.
Grill 66-deild kvenna:
Safamýri: Víkingur – Fram U kl. 18 – handboltapassinn.
Fjölnishöllin: Fjölnir – Grótta, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildinni.
Evrópubikarkeppni karla,
16-liða úrslit, fyrri viðureign:
Tatran Handball Arena: FH – Tatran Presov, kl. 17.
- Síðari leikurinn verður á sama stað á morgun klukkan 19.