- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nancy vann naumlega en efstu liðin töpuðu stigum

Elvar Ásgeirsson t.v. í leik með Nancy. Mynd/Nancy
- Auglýsing -

Nancy, liðið sem Elvar Ásgeirsson leikur með með í frönsku B-deildinni, komst aftur inn á sigurbraut í kvöld með naumum sigri á Sélestad, 27:26, á heimavelli. Elvar skoraði fjögur mörk, átti jafnmargar stoðsendingar og vann þrjú vítaköst.


Nancy er áfram í þriðja sæti deildarinnar og leikmenn gera sér þar með enn vonir um að ná öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar sem hafa mikið að segja fyrir úrslitakeppnina um sæti í efstu deild. Það var vatn á myllu Nancy-liðsins að efsta liðið, Pontault, tapaði óvænt fyrir Massy Essonne, 25:22, og Saran sem er í öðru sæti náði aðeins jafntefli við Valence. Reyndar var sigur Massy Essonne er ekki hagstæður fyrir Grétar Ara Guðjónsson, markvörð, og samherja hans í Nice, sem eru í harðri keppni við Massy Essonne um sjötta sæti deildarinnar og það síðasta inn í úrslitakeppnina.


Nancy var með yfirhöndina frá upphafi til enda á móti Sélestat en tókst aldrei að rífa sig frá gestaliðinu. Fyrir vikið var talsverð spenna í viðureigninni allt til leiksloka.


Liðin í deildinni eiga fimm til sex leiki eftir svo það er nóg af stigum eftir.
Staðan:
Pontault 32(20), Saran 31(19), Nancy 30(21), Cherbourg 26(20), Massy Essonne 24(21), Dijon 24(21), Nice 21(21), Strasbourg 18(21), Besancon 17(21), Sélestat 16(21), Valence 16(21), Billere 16(21), Angers 9(19), Sarrebourg 8(21).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -