- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Riðlakeppninni er lokið – fjögur lið sitja hjá – fjögur eru úr leik

Alicia Toublanc leikmaður franska liðsins Brest Bretagne í hraðaupphlaupi í viðureign Brest og Györ í Ungverjalandi um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska meistaraliðið Györ, dönsku liðin Odense Håndbold og Team Esbjerg og frönsku meistararnir Metz höfnuðu í tveimur efstu sætum riðlanna tveggja í Meistaradeild kvenna en riðlakeppninni lauk í gær. Liðin fjögur sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og mæta til leiks í átta liða úrslitum.

Ekki dugði það Ikast að vinna Evrópumeistara Vipers Kristiansand í Noregi á laugardaginn til þess að skáka Esbjerg í keppninni um annað sætið í B-riðli. Esbjerg vann Rapid Búkarest örugglega í rúmensku höfuðborginni í gær. Esbjerg gerði um leið út um vonir Rapid að komast í útsláttarkeppnina annað árið í röð. Rapid og og Zaglebie Lubin sitja eftir út B-riðli og Sävehof og Buducnost í A-riðli.

Vegna taps Rapid slapp FTC fyrir horn og inn í fyrstu umferð útsláttarkeppnina þrátt fyrir tap fyrir Metz, 25:24.

Úrslit 14. og síðustu umferðar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og lokastöðuna í riðlunum er að finna hér fyrir neðan.

A-riðill:
Bietigheim – Buducnost 34:16 (19:7).
Györ – Brest 32:32 (18:18).
Odense – CSM 29:25 (16:11).
Sävehof – DVSC Schaeffler 27:36 (14:18).

Lokastaðan:

Györ141112432:35623
Odense141013461:35921
Brest Bretagne14734399:36717
CSM Búkarest14815414:36617
DVSC Schaeffler14716394:41415
Bietigheim14707414:40214
Buducnost142111311:4335
Sävehof140014342:4700

B-riðill:
Metz – FTC 25:24 (14:9).
Krim – Zaglebie Lubin 32:19 (18:10).
Vipers Kristiansand – Ikast 31:32 (16:14).
Rapid Búkarest – Esbjerg 24:33 (10:14).

Lokastaðan:

Metz141103470:40222
Esbjerg141103449:41222
Ikast141013476:43521
Vipers14716445:40315
Krim14617389:38413
FTC14428387:40810
Rapid Búkarest14419366:3999
Zaglebie140014327:4660

Leikir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar:
16. mars:
Bietigheim – Ikast.
DVSC Schaeffler – Vipers Kristiansand.
Ferencváros (FTC) – Brest Bretagne.
Krim Ljubljana – CSM Búkarest.

Síðari umferð fer fram viku síðar, 23. mars.

Györ, Odense Håndbold, Metz og Esbjerg sitja yfir í fyrstu umferð en mæta til leiks í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -