- Auglýsing -
- Aron Pálmarsson skoraði eitt mark þegar Barcelona vann Benidorm, 46:35, í spænsku 1.deildinni í handknattleik í gær. Barcelona hefur hlotið 50 stig í 25 leikjum og er 11 stigum á undan Bidasoa Irun sem er í öðru sæti.
- Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, vann Bern 27:23, í efstu deild svissneska handknattleiksins. Kadetten er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig eftir 25 leiki og er stigi á eftir Pfadi Winterthur sem trónir á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar.
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék ekki með PAUC-Aix, í gærkvöld þegar liðið vann nauman sigur á Nimes, 26:25, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Hann verður væntanlega með í næstu leik leik liðsins. Donni hefur verið frá vegna kórónuveirunnar sem hann smitaðist af fyrir nokkru síðan.
- Norska landsliðskonan Moa Högdahl sem leikur með Viborg handarbrotnaði í viðureign Viborg og Odense í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fyrrakvöld. Hún verður frá keppni í nokkrar vikur af þessu sökum.
- Greint var frá því gær að Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, hafi skrifað undir þriggja ára samning við þýska 2. deildarliðið TV Emsdetten.
- Auglýsing -