FH-ingar gefa ekki eftir efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir unnu öruggan sigur á HK, 34:27, í Kórnum í dag eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16. FH-ingar hafa þar með unnið sér inn 29 stig í 16 leikjum og hafa þriggja stiga forskot á Valsmenn.
HK-inga bíður áfram það verk að berjast fyrir áframhaldandi veru í deildinni sitjandi í 10. sæti af 12 liðum með níu stig. Víkingar eru einu stigi á eftir en KA þremur stigum fyrir ofan eftir sigur á Haukum síðdegis.
HK-ingum tókst að halda aðeins í við FH-inga í fyrri hálfleik í Kórnum í dag. Í síðari hálfleik kom e.t.v. skýrar fram getumunurinn á liðunum sem lýsir sér best í stöðu þeirra í deildinni.
Staðan og næstu leikur í Olísdeildum.
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 7, Kári Tómas Hauksson 7/3, Kristján Ottó Hjálmsson 6, Júlíus Flosason 4, Jón Karl Einarsson 2, Kristján Pétur Barðason 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 14, 29,2%.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 9, Símon Michael Guðjónsson 5, Birgir Már Birgisson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Daníel Matthíasson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Atli Steinn Arnarson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11, 32,4% – Axel Hreinn Hilmisson 3, 42,9%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.