Arnar Gunnarsson, þjálfari Neistans, og leikmenn hans hlutu í kvöld bronsverðlaun í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Neistin vann KÍF frá Kollafirði, sem Hörður Fannar Sigþórsson leikur með, 35:33, í viðureign um bronsið.
Hörður og félagar, sem voru hársbreidd frá því að slá H71 út í undanúrslitum, voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kollafirði. Lærisveinar Arnars voru sterkari á lokasprettinum.
Hörður Fannar skoraði fjögur mörk í leiknum. Finnur Hansson var í leikmannahópi Neistans en skoraði ekki mark. Dánjal Ragnarsson verðandi leikmaður ÍBV skoraði í tvígang fyrir Neistann.
Í febrúar hreppti lið Neistans silfur í bikarkeppninni.
H71 og VÍF frá Vestmanna mætast í fyrsta úrslitaleiknum um meistaratitilinn á morgun