- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex Íslendingar kljást um meistaratitilinn

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður GOG, er danskur meistari í handknattleik. Mynd/GOG
- Auglýsing -

Úrslitakeppnin um danska meistaratitilinn í handknattleik karla hófst í gær. Eins og síðustu ár fer keppnin fram í tveimur fjögurra liða riðlum. Leikin verður tvöföld umferð, þ.e. liðin mætast tvisvar sinnum, heima og að heiman. Liðin tvö sem höfnuðu í efstu sætunum í deildarkeppninni, GOG og Aalborg, taka sæti hvort í sínum riðli og hefja leik með tvö stig í meðgjöf. Holstebro og Berringbro/Silkeborg voru í þriðja og fjórða sæti byrja með eitt stig hvort. Önnur lið, Skjern, Skanderborg, SönderjyskE og Kolding hefja leik með tvær hendur tómar. Íslendingar kom við sögu í sex liðum af átta í úrslitakeppninni.


GOG, Bjerringbro/Silkeborg, SönderjyskE og Kolding skipa riðil eitt og Aalborg, Holstebro, Skjern og Skanderborg eru í riðli tvö. Að riðlakeppninni lokinni upp úr miðjum maí bítast efstu lið riðlanna um danska meistaratitilinn. Þau sem hafna í öðru sæti kljást um bronsið.

Landsliðsmarkverðirnir mættust

GOG vann Kolding í fyrstu umferð í gær, 36:28, eftir að hafa verið einu marki yfir, 15:14, að loknum fyrri hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot, 28,2% hlutfallsmarkvarsla. Hann stóð vaktinu í markinu frá upphafi til enda leiksins.
Ágúst Elí Björgvinsson byrjaði í marki Kolding en skipti við félaga sinn, Tim Winkler, þegar á leikinn leið. Ágúst varði 4 skot, 21% hlutfallsmarkvarsla.
Í dag mætast SönderjyskE, með Svein Jóhannsson innanborðs, og Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli í SönderjyskE.


Staðan, leikjafjöldi er innan sviga: GOG 4(1), Bjerringbro/Silkeborg 2(0), SönderjyskE 0(0), Kolding 0(1).

Fullkomin nýting

Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik fyrir Holstebro í riðli tvö þegar liðið vann öruggan sigur á Elvari Erni Jónssyni og samherjum í Skjern á heimavelli síðarnefnda liðsins. Óðinn Þór skoraði sex mörk í jafnmörgum skotum og átti einnig þrjár stoðsendingar.
Elvar Örn skoraði þrjú mörk í sjö skotum fyrir Skjern og átti eina stoðsendingu.


Í dag eigast við í þessum riðli Skanderborg og ríkjandi meistarar Aalborg þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari.


Staðan, leikjafjöldi er innan sviga: Holstebro 3(1), Aalborg 2(0), Skanderborg 0(0), Skjern 0(1).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -