- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framhald Íslandsmótsins liggur fyrir – leikið aftur 25. apríl

Það hillir undir að keppni á Íslandsmótinu í handknattleik hefjist fljótlega. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út leikjaáætlun um hvernig endaspretturinn verður á Íslandsmóti karla og kvenna í Olís- og Grill 66-deildum. Fyrir utan tvo leiki í Olísdeild karla sem fram fara annan sunnudag hefst keppni aftur af krafti 9. maí. Úrslitakeppnin verður skorin niður og leikjum verður fækkað. Keppni hefst aftur í Olísdeild kvenna laugardaginn 1. maí fyrir utan viðureign Stjörnunnar og KA/Þórs sem verður að öllum líkindum nokkrum dögum áður.


Leikjaáætlunin er í grófum dráttum þessi:

  • Leikir sem eftir eru úr 14. umferð fara fram sunnudaginn 25. apríl. Þráðurinn verður tekinn upp eftir landsleikjahlé og sóttkví sunnudaginn 9. maí með heilli umferð. Eftir það rekur hver umferðin aðra þar til sú síðasta og 22. í röðinni fer fram fimmtudaginn 3. júní. Sjá hér.
  • Ekki hefur verið gefin út leikjadagskrá fyrir úrslitakeppnina en samkvæmt heimildum handbolta.is var á formannafundi HSÍ gær kynnt áætlun um að leika að hámarki þrjá leiki í hverri rimmu í úrslitakeppni Olísdeildar karla í stað fimm. Það þýðir að vinna verði tvo leiki í stað þriggja í átta liða, fjögurra liða úrslitum og í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Íslandsmeistarar verða þá krýndir öðrum hvorum megin við mánaðarmótin júní og júlí.
    UPPFÆRT: Í úrslitakeppni Olísdeildar karla verður leikið heima og að heiman og samanlögð úrslit gilda svipað og háttur er á í Evrópukeppni félagsliða. Ef marka má uppkast á heimasíðu HSÍ þá verður síðari úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitil karla þriðjudaginn 25. júní.
  • Tvær síðustu umferðir í Olísdeild kvenna eiga að fara fram 1. og 8. maí. Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna á að hefjast 13. maí og verður lokið í síðasta lagi mánudaginn 7. júní. Til stendur að leika að hámarki þrjá leiki í hverri rimmu en sex af átta efstu liðum Olísdeildar kvenna taka þátt í úrslitakeppninni þar sem tvö þau efstu að deildarkeppninni lokinni sitja yfir í fyrstu umferð.
    Sjá hér.
  • Hefja á keppni aftur í Grill 66-deild karla 28. apríl. Síðasta umferð deildarinnar verður föstudaginn 14. maí. Sjá hér.
  • Lokaumferð Grill 66-deildar kvenna fer fram 7. maí. Sjá hér.
  • Ekki liggur fyrir hvenær umspilskeppni Grill 66-deildar kvenna og karla hefst þar sem leikið verður um sæti í Olísdeildunum á næsta keppnistímabili.

Ekki eru allir ánægðir með að keppni í Olísdeild karla hefjist ekki af krafti fyrri en 9. maí. Meðal þeirra er Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sem stóðst ekki mátið og tístaði af þessu tilefni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -