- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram kapphlaup um annað sæti – KA/Þór vann botnslaginn

Leikmenn Vals leika við Stjörnuna í Meistarakeppni HSÍ í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Það mun ekki ráðast fyrr en í síðustu umferð Olísdeildar kvenna hvort Fram eða Haukar krækja í annað sæti deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir næst síðustu umferðina í kvöld og standa enn jafnfætis eftir leikina vegna þess að bæði töpuðu. Annað sætið er nokkuð keppikefli beggja liða vegna þess að tvö efstu liðin sitja yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.

Fram tapaði fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, 26:23, og Haukar biðu lægri hlut í heimsókn til deildarmeistara Vals, 30:23. Valur er fyrir nokkru síðan orðinn deildarmeistari og tók við sigurlaunum sínum í leikslok í kvöld.

Ekki er öll nótt úti

KA/Þór heldur í vonina um að komast upp úr fallsætinu eftir sannfærandi átta marka sigur á Aftureldingu, 26:18, í KA-heimilinu. Mosfellingar náðu sér engan veginn á strik gegn ákveðnum leikmönnum KA/Þórs. Aðeins munar einu stigi á liðunum fyrir lokaumferðina eftir viku. KA/Þór hefur sjö stig en Afturelding átta. Eitt lið féllur út deildinni og það sem verður næst neðst tekur þátt í umspili um áframhaldandi veru í Olísdeildinni gegn liði úr Grill 66-deildinni.

Sannfærandi hjá Stjörnunni

Vonir Aftureldingar um sjötta sætið ruku út í veður og vind. Ástæðan er tap fyrir norðan ofan á að Stjarnan lagði ÍR, 28:23, í Skógarseli. Stjarnan er þar með örugg um sjötta sæti Olísdeildar og einnig með þátttöku í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stjarnan mun mæta annað hvort Fram eða Haukum, eftir því hvort liðið hafnar í þriðja sæti.

Stjarnan hafði tögl og hagldir frá upphafi til enda leiksins við ÍR í Skógarseli svo óhætt ætti að segja að sigurinn hafi verið sannfærandi.

Valur er deildarmeistari í Olísdeildinni 2024

„Stoltur af stelpunum“

Leikir síðustu umferðar laugardaginn 23. mars:
Stjarnan – ÍBV.
Haukar – ÍR.
Afturelding – Valur.
Fram – KA/Þór.
Allir leikir hefjast klukkan 17.30.

Staðan í Olísdeildum.

Valur – Haukar 30:23 (15:10).
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 17, 44,7%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 6, 25% – Margrét Einarsdóttir 5, 31,3%.

KA/Þór – Afturelding 26:18 (12:10).
Mörk KA/Þórs: Isabella Fraga 8/3, Nathalia Soares Baliana 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Rafaele Nascimento Fraga 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13/1, 44,8%.

Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 4, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Susan Ines Gamboa 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1/1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 21, 45,7%.

ÍR – Stjarnan 23:28 (10:15).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 9/2, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Karen Tinna Demian 3/2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7/1, 20%.

Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 7/2, Helena Rut Örvarsdóttir 5/2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 15, 40,5%.

ÍBV – Fram 26:23 (16:11).
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 10, Amelía Einarsdóttir 6/1, Sunna Jónsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 3, Karolina Olszowa 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 19/1, 45,2%.

Mörk Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 5/1, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Alfa Brá Hagalín 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 13, 35,1%.

Staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -