- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ljóst hvaða þjóðir mætast í HM-umspili í maí

Leikmenn Íslands og Eistlands mætast í tvígang í maí. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eins og kom fram í gær mætir karlalandsliðið í handknattleik því eistneska í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Króatíu og Noregi í janúar á næsta ári. Forkeppni umspilsins lauk í gær. Þar með er komnar skýrar línur í hvaða þjóðir mætast í umspili um keppnisrétt á HM í maí.

Auk Eistlendinga komust Slóvakar, Ítalir og Litáar áfram. Belgar, Finnar, Úkraínumenn og Ísraelsmenn sitja eftir með sárt ennið.

Vann eftir vítakeppni

Litáíska landsliðið, undir stjórn Íslandsvinarins Gintaras Savukynas sem lengi lék hér á landi, komst áfram í háspennuleik við Finna í Alytus í Litáen í gær. Eftir jafntefli í Finnlandi á fimmtudaginn, 20:20 var einnig jafnt eftir venjulegan leiktíma í gær, 26:26. Gripið var til vítakeppni til að knýja fram úrslit. Litáar höfðu betur, 4:3.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson lék ekki með finnska landsliðinu vegna meiðsla.

Úrslit forkeppni umspils HM í gær og samanlögð úrslit:
Ísrael – Slóvakía 24:26 – samanlagt 49:52.

Úkraína – Eistland 33:41 – samanlagt 62:73.

Litáen – Finnland 30:29 – samanlagt 50:49.
Litáen komst áfram eftir sigur í vítakeppni, 4:3, í síðari leiknum.

Ítalía – Belgía 33:31 – samanlagt 62:56.

Umspilsleikirnir um HM-sæti fara fram 8. eða 9. maí og 11. eða 12. maí. Dregið var í Köln 27. janúar:

Litáen – Ungverjaland.
Ítalía – Svartfjallaland.
Grikkland – Holland.
Rúmenía – Tékkland.
Spánn – Serbía.
Færeyjar – Norður Makedónía.
Slóvenía – Sviss.
Portúgal – Bosnía.
Ísland – Eistland.
Pólland – Slóvakía.
Georgía – Austurríki.

Þjóðirnar sem taldar eru upp á undan eiga heimaleik fyrri leikdagana, þ.e. 8. eða 9. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -