- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH er deildarmeistari – Víkingur og Selfoss fallin

FH-ingar fagna deildarmeistaratitlinum eftir sigur í Hertzhöllinni í kvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

FH varð í kvöld deildarmeistari í Olísdeild karla í handknattleik þegar næst síðasta umferð fór fram. FH vann Gróttu, 29:22, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi og náði þriggja stiga forystu vegna þess að Valur, sem er í öðru sæti, tapaði fyrir KA á Akureyri, 34:29. KA gulltryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum.

Sigursteinn Arndal þjálfari deildarmeistara FH segir sínum mönnum fyrir verkum í Hertzhöllinni í kvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson

Sjö ár eru liðin síðan FH varð síðast deildarmeistari í Olísdeildinni. Um leið er þetta fyrsta skipti sem Sigursteinn Arndal stýrir FH til sigurs í keppni sem sem er hluti af Íslandsmótinu í meistaraflokki karla.

Fallin í Grill 66-deildina

Víkingur og Selfoss féllu úr deildinni. Bæði lið töpuðu viðureignum sínum á sama tíma og HK vann Stjörnuna með sex marka mun í Mýrinni í Garðabæ, 34:28, eftir að hafa verið átta mörkum yfir, 20:12, eftir frábæran fyrri hálfleik. HK hefur flust á milli Olísdeildar og Grill 66-deildar á síðustu árum en tekst nú loks að halda sæti sínu.

Víkingur og Selfoss geta ekki lengur bjargað sér frá vist í Grill 66-deildinnni á næstu leiktíð. Víkingur kom upp í Olísdeildina fyrir keppnistímabilið. Selfoss hefur átt sæti í Olísdeildinni í níu ár í röð og var m.a. Íslandsmeistari fyrir fimm árum.

Víkingur tapaði fyrir Aftureldingu eftir mikla baráttu að Varmá, 27:25. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik.

Gáfu ekki þumlung eftir

Haukar gáfu ekki þumlung eftir í síðari hálfleik gegn Selfossi og unnu með níu marka mun, 33:24, á Ásvöllum. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik.

ÍBV treysti stöðu sína í fjórða sæti með sigri á Fram, 34:25, í Eyjum. Fram er í sjötta sæti, fimm stigum á eftir Haukum sem er í fimmta sæti.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Úrslit 21. umferðar Olísdeildar karla:

Grótta – FH 22:29 (9:14).

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 4, Ari Pétur Eiríksson 3, Kári Kvaran 3, Gunnar Dan Hlynsson 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Gunnar Hrafn Pálsson 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Antoine Óskar Pantano 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16.
Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Birgir Már Birgisson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Aron Pálmarsson 3, Ágúst Birgisson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18, Axel Hreinn Hilmisson 2.

KA-menn fagna sigri sínum á Val í KA-heimilinu í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA – Valur 34:29 (14:13).

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Dagur Árni Heimisson 5, Einar Birgir Stefánsson 5, Ott Varik 4, Arnór Ísak Haddsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Daði Jónsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 12, Bruno Bernat 3.
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 5, Andri Finnsson 4, Allan Norðberg 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 4, Ísak Gústafsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10

Stjarnan – HK 28:34 (12:20).

Mörk Stjörnunnar: Daníel Karl Gunnarsson 6, Pétur Árni Hauksson 4, Hergeir Grímsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Rytis Kazakevicius 3, Benedikt Marinó Herdísarson 2, Ísak Logi Einarsson 2.
Varin skot: Adam Thorstensen 14.
Mörk HK: Júlíus Flosasonm 8, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Sigurður Jefferson Guarino 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Aron Gauti Óskarsson 4, Ágúst Guðmundsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Haukur Ingi Hauksson 1, Kári Tómas Hauksson 1, Sigurjón Guðmundsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 8.

Afturelding – Víkingur 27:25 (12:12).

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Jakob Aronsson 4, Birkir Benediktsson 3, Ihor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 2, Blær Hinriksson 2. Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 8, Jovan Kukobat 5.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 9, Agnar Ingi Rúnarsson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Halldór Ingi Óskarsson 2, Styrmir Sigurðarson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 1, unnar Valdimar Johnsen 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 12, Bjarki Garðarsson 4.

Haukar – Selfoss 33:24 (16:14).

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Kristinn Pétursson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 8.
Varin Selfoss: Hans Jörgen Ólafsson 6, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Einar Sverrisson 3, Gunnar Kári Bragason 3, Sölvi Svavarsson 2, Sæþór Atlason 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Jason Dagur Þórisson 1, Sverrir Pálsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, Alexander Hrafnkelsson 5.

ÍBV – Fram 34:25 (19:16).

Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 10, Daniel Esteves Vieira 5, Dagur Arnarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2.
Varin skot: Tölfræði liggur ekki á lausu.
Mörk Fram: Bjartur Már Guðmundsson 9, Ívar Logi Styrmisson 5, Rúnar Kárason 5, Arnþór Sævarsson 2, Theodór Sigurðsson 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Stefán Orri Arnalds 1, Dagur Fannar Möller 1:
Varin skot: Tölfræði liggur ekki á lausu.

Leikir síðustu umferðar föstudaginn 5. apríl:
Selfoss – Grótta.
Valur – Afturelding.
Fram – Haukar.
Víkingur – Stjarnan.
HK – ÍBV.
FH – KA.
Allir leikir hefjast klukkan 19.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -