Flest bendir til þess að heimsmeistaramót félagsliða í handknattleik verði ekki oftar haldið í Sádi Arabíu. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er sagt líta í kringum sig eftir nýjum keppnisstað.
Mótshaldarar í Sádi Arabíu eru sagðir áhuglausir um að vera áfram gefstgjafi keppninnar sem farið hefur fram í landinu frá 2019 með þeirri undantekningu að árið 2020 féll mótið niður vegna covid19. Sádar eru sagðir ætla að leggja áherslu á aðrar íþróttagreinar en handknattleik.
Heimsmeistaramót félagsliða hefur farið fram árlega frá 2010 með einni undantekningu. Frá 2010 til 2019 fór mótið, sem er á milli álfumeistara ýmissa félagsliðamóta, fram í Doha í Katar. Sádi Arabar tóku síðan við sem gestgjafar.
Heimsmeistaramót félagsliða í karlaflokki var fyrst haldið á vegum IHF 1997 og tvisvar með fimm ára millibili, 2002 í Doha og 2007 í Kaíró.
SC Magdeburg hefur unnið heimsmeistaramót félagsliða tvö undanfarin ár. Áhugi fyrir mótinu hefur verið lítill og leikirnir yfirleitt sendir út á youtube-rás IHF.