- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Liðin í öðrum, þriðja, sjötta og sjöunda riðli standa best að vígi

Sunna Jónsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskonur. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fyrir lokaumferð undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á sunnudaginn þarf mikið að ganga á til þess að liðin sem hafna í þriðja sæti í öðrum, þriðja, sjötta og sjöunda riðli (riðill Íslands), fari ekki áfram í lokakeppni EM ásamt tveimur efstu liðum hvers riðls.

Undankepnisriðlarnir eru átta. Tvö efstu lið öðlast keppnisrétt á EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss 28. nóvember til 15. desember. Fjögur af átta liðum sem verða í þriðja sæti komast einnig áfram í lokakeppnina. Hver þau verða ræðst af innbyrðis úrslitum þriggja efstu liðanna. Árangurinn gegn neðstu liðum verður strikaður út nema í áttunda riðli sem er aðeins skipaður þremur liðum.

Danmörk, Svíþjóð, Frakkland, Svartfjallaland, Holland, Rúmenía, Spánn, Króatía, Norður Makedónía og Þýskaland hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni. Einnig Austurríki, Ungverjaland, Sviss sem gestgjafar auk Evrópumeistara Noregs. Tíu farseðlum er óráðstafað að kvöldi miðvikudagsins 4. apríl.

RIÐILL EITT:

  • Rúmenía og Króatía hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM.
  • Grikkland þarf að vinna Rúmeníu í Rúmeníu til þess að öðlast möguleika á EM-farseðil. Rúmenska liðið vann fyrri viðureignina í Grikklandi, 32:20. Grikkir hafa aldrei unnið Rúmena í handknattleik kvenna.
  • Bosnía er úr leik í kapphlaupinu um EM-sæti.

    RIÐILL TVÖ:
  • Þýska landsliðið er öruggt um sæti í lokakeppni EM.
    Ísrael er úr leik.
  • Úkraína er í öðru sæti og heldur því sæti á þrennan hátt: með sigri á Slóvökum í Sala í Slóvakíu á sunnudaginn, með jafntefli, eða með allt að fjögurra marka tapi.
  • Slóvakar verða að vinna með a.m.k. sex marka mun. Ef Slóvakar vinna með fimm marka mun verða þeir jafnir Úkraínu og hafna í þriðja sæti vegna lakari samanlagrar stöðu í leikjunum við Þjóðverja.
  • Takist Slóvökum að vinna eða ná jafntefli fljóta þeir væntanlega inn á EM sem eitt af fjórum liðum úr þriðja sæti. Hugsanlega munu þeir einnig komast á EM þótt þeir tapi á heimavelli.

    RIÐILL ÞRJÚ:
  • Hollendingar hafa þegar tryggt sér sæti á EM.
  • Tékkar standa vel að vígi í öðru sæti. Þeir mæta Portúgölum í Tékklandi. Tékkar unnu fyrri leikinn í Portúgal, 30:26.
  • Þótt portúgalska liðið tapi í Tékklandi er sennilegt að það fljóti inn á EM sem eitt af fjórum í þriðja sæti vegna bærilegra úrslita annarra leikja.
  • Finnland er úr leik.

    RIÐILL FJÖGUR:
  • Heimsmeistarar Frakklands eru öruggir um farseðil á EM eftir að hafa gjörsigrað alla andstæðinga sína til þessa.
  • Slóvenar standa vel að vígi í öðru sæti og eiga heimaleik við Ítalíu. Slóvenar unnu fyrri leikinn á Ítalíu, 31:18.
  • Nánast er hægt að útiloka möguleika Ítala á fara áfram sem þriðja sætis lið.
  • Lettar eru úr leik.

RIÐILL FIMM:

  • Spánverjar og Norður Makedónía hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM.
  • Litáen er nánast úr leik. Alltént þarf lið Litáa á kraftaverki að halda í Skopje á sunnudaginn til þess að eiga von um að komast áfram sem þriðja sætis lið.
  • Aserbaísjan er úr leik.

    RIÐILL SEX:
  • Svartfellingar hafa fyrri nokkru innsiglað sér keppnisrétt á EM.
  • Serbar og Tyrkir kljást um annað sæti í leik sem fram fer í Serbíu.
  • Eftir jafntefli í fyrri viðureigninni í Tyrklandi er óhætt að fullyrða að þrjú lið fara áfram úr þessum riðli.

    RIÐILL SJÖ:
  • Svíar hafa þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM.
  • Íslenska landsliðið mætir færeyska landsliðinu á Ásvöllum klukkan 16 á sunnudaginn. Aðgangur verður ókeypis.
    Eftir fimm marka íslenska sigur í Þórshöfn, 28:23, stendur íslenska liðið vel að vígi og í raun má segja að sigurinn hafi fleytt liðinu a.mk. hálfa leið í lokakeppnina.
  • Íslenska liðið er alltaf öruggt með annað sætið með sigri eða jafntefli.
  • Færeyingar ná öðru sæti með fimm marka sigri vegna þessa að samanlagt töpuðu þeir með minni mun fyrir Svíum en Íslendingar, -22 mörk á móti við -27 hjá íslenska liðinu.
  • Lúxemborg er úr leik.

    RIÐILL ÁTTA:
  • Þriggja liða riðill. Danir hafa lokið keppni í riðlinum og hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM.
  • Pólverjar eiga annað sætið næsta víst. Þeir eiga heimaleik við Kósovó. Eftir sigur á útivelli má telja afar líklegt að Pólverjar vinni einnig heimaleikinn og þar með sitja Kósovóar eftir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -