- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA hefur óskað eftir frestun tveggja leikja

KA hefur óskað eftir að tveimur leikjum liðsins í Olísdeildinni verði frestað. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

KA hefur óskað eftir því við Handknattleikssamband Íslands að tveimur leikjum liðsins í Olísdeild karla sem fram eiga að fara 30. apríl og 3. maí verði frestað þar til eftir 9. maí. Tveir leikmenn KA-liðsins, Nicholas Satchwell og Allan Norðberg, eru í færeyska landsliðinu sem á að leika þrjá landsleiki frá 28. apríl til 2. maí. Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfari KA, staðfesti við handbolta.is að KA hafi sent frá sér beiðni um frestun.

Um er að ræða leik við Aftureldingu á Varmá 30. apríl og heimaleik við FH mánudaginn 3. maí.


„Við teljum okkur ekki getað leikið án þessara tveggja manna og reiknum með að komið verði til móts við okkar óskir. Af þessu leiðir að leikjaálagið verður meira eftir níunda maí þegar leikmennirnir tveir verða lausir úr sóttkví eftir komu hingað til lands,“ sagði Jónatan Þór.


„Liðin sem eiga landsliðsmenn í verkefnum í landsliðsvikunni eiga þann kost að fresta leikjum í þeim tveimur umferðum sem fara fram í landsliðspásunni. Við veljum að nýta þann kost,“ sagði Jónatan Þór.


KA getur t.d. aðeins teflt fram einum markverði meðan Nicholas Satchwell verður með færeyska landsliðinu. Svavar Ingi Sigmundsson, markvörður, er meiddur og þar af leiðandi er hinn ungi og efnilegi Bruno Bernat sá eini sem eftir verður til að standa vaktina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -