Áfram verður haldið að leika í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik og í undanúrslitum í umspili Olísdeildar kvenna í dag. Fjórir leikir eru á dagskrá, tveir í hvorri keppni.
Í átta liða úrslitum Olísdeildar karla mætast KA og FH í KA-heimilinu klukkan 14. FH vann fyrsta leikinn sem fram fór á fimmtudagskvöldið í Kaplakrika, 30:28. KA-menn verða að vinna viðureignina á heimavelli í dag gegn deildarmeisturunum til þess að ná í oddaleik. Annars eru leikmenn og þjálfarar KA komnir í sumarleyfi.
Sömu sögu má segja um leikmenn Hauka. Þeirra bíður frí frá kappleikjum lánist þeim ekki að vinna ÍBV á Ásvöllum í dag. ÍBV vann naumlega í Eyjum á fimmtudagskvöld, 33:31. Viðureignin hefst klukkan 16.
Kaplakriki og Safamýri
Í umspili Olísdeildar kvenna standa Afturelding og Gróttu betur að vígi eftir fyrstu umferðina. Afturelding lagði FH, 32:19, að Varmá á fimmtudagskvöld og sækir FH-inga heim í Kaplakrika klukkan 16.
Á sama tíma og flautað verður til leiks í Kaplakrika hefst viðureign Víkings og Gróttu á heimavelli Víkinga í Safamýri. Grótta stendur betur að vígi eftir sjö mörk sigur, 28:21, á heimavelli á fimmtudaginn. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum umspilsins. Sigurvegarar í undanúrslitarimmunum mætast í fimm leikja einvígi um sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð.
Leikir dagsins
Olísdeild karla, 8-liða úrslit, 2. umferð:
KA-heimilið: KA – FH (0:1), kl. 14.
Ásvellir: Haukar – ÍBV (0:1), kl. 16.
Umspil Olísdeildar kvenna, undanúrslit, 2. umferð:
Kaplakriki: FH – Afturelding (0:1), kl. 16.
Safamýri: Víkingur – Grótta (0:1), kl. 16.
Leikirnir verða sendir út á handboltapassanum.
Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni