Íslensku þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson mætast í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í sumar. Landslið þeirra, Þýskaland og Króatía, drógust saman í riðil þegar dregið var í riðlana tvo í gær. Þeir mættust einnig í forkeppni leikanna í Þýskalandi í mars.
Auk Króatíu og Þýskalands eru landslið Spánar, Slóveníu, Svíþjóðar og Japan saman í A-riðli. Þar með er einnig ljóst að Dagur, sem var þjálfari japanska landsliðsins þegar það tryggði sér þátttökurétt á leikunum í október síðastliðin, stýrir króatíska landsliðinu gegn sínum fyrrverandi lærisveinum.
Heimsmeistarar Danmerkur og Evrópumeistarar Frakklands verða saman í B-riðli ásamt Noregi, Ungverjalandi, Egyptalandi og Argentínu.
(Hér fyrir neðan er nokkrar myndir frá athöfninni þegar Ólympíueldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi í gær, 100 dögum áður en leikarnir hefjast í París).
Úrslitaleikurinn 11. ágúst
Riðlakeppnin í karlaflokki hefst 27. júlí í París en síðari hluti handknattleikskeppninnar fer fram í Lille. Úrslitaleikurinn í karlaflokki verður 11. ágúst eftir við viðureigninni um þriðja sætið verður lokið.
Sjá einnig:
Þrír íslenskir handboltaþjálfarar verða á Ólympíuleikunum í París
Þórir verður í Norðurlandariðli á ÓL