Umspilskeppni um sæti í Olísdeild karla hefst í kvöld þegar Þórsarar sækja Fjölnismenn heim í Fjölnishöllina í Grafarvogi. Eftir því sem næst verður komist verður ekki tvínónað við að flauta til leiks klukkan 18.
Alls geta leikir liðanna orðið fimm en vinna þarf þrisvar sinnum til þess að vinna sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð og fylgja ÍR-ingum eftir sem fóru beint upp að lokinni keppni í Grill 66-deildinni í lok mars.
Þórsarar unnu Hörð í oddaleik á Ísafirði á þriðjudagskvöld. Fjölnir, sem leikur þriðja árið í röð í úrslitum umspilsins, slapp við þátttöku í undaúrslitum umspilsins og hefur getað á síðustu vikum safnað kröftum fyrir átökin framundan.
Úrslit í leikjum Fjölnis og Harðar í Grill 66-deildinni í vetur sem voru jafnir og spennandi:
20. nóvember, Höllin Ak.: Þór – Fjölnir 27:26.
1. mars, Fjölnishöll: Fjölnir – Þór 26:25.
Úrslit umspils Olísdeildar karla, 1. viðureign:
Fjölnishöll: Fjölnir – Þór, kl. 18.
Leikir umspilsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Næsta viðureign Fjölnis og Þórs verður í Höllinni á Akureyri á þriðjudagskvöld og hefst kl. 18.30.
Leikjadagskrá umspils Olísdeildar karla.