- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís og Jóhanna létu til sín taka þegar Skara knúði fram oddaleik

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir leikmenn Skara HF. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Skara HF knúði fram oddaleik gegn Höörs HK H65 í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Skara vann öruggan sigur á Höör-ingum, 31:25, í Skara í dag í fjórðu viðureign liðanna. Oddaleikurinn verður í Höör á mánudaginn.

Stórleikur Aldísar Ástu

Akureyringurinn Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik fyrir Skara. Hún skoraði sex mörk og var með fullkomna skotnýtingu. Einnig átti hún eina stoðsendingu. Þá lét Aldís Ásta til sín taka í vörninni m.a. með þeim afleiðingum að henni var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Samkvæmt einkunnagjöf var Aldís Ásta næst besti leikmaður liðsins.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir lét einnig til sín taka eins og hún á kyn til. Jóhanna skoraði þrjú mörk í fimm tilraunum og gaf tvær stoðsendingar.

Tíu marka forskot

Skara var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13, en náðu tíu marka forskoti, 28:18, þegar tæplega 10 mínútur voru til leiksloka. Yfirburðirnir voru miklir. Isabella Mouratidou átti stórleik í marki Skara og var með 41% hlutfallsmarkvörslu þegar leikurinn var gerður upp.

Liðin hafa unnið heimaleikina í einvíginu fram til þessa.

Höörs HK H65 hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vetur en Skara HF hreppti sjötta sætið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -