Leikmenn Kríu voru toppliði HK ekki mikil fyrirstaða í kvöld er liðin leiddu saman hesta sína í Hertzhöllinni í 14. umferð Grill 66-deildar. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru HK-ingar talsvert sterkari í síðari hálfleik og unnu með níu marka mun, 31:22. HK tókst þar með að hefna fyrir tapið í fyrri umferðinni á heimavelli.
HK er þar með áfram efst með 24 stig eftir 14 leiki, eins og Víkingur sem vann Fjölni eftir mikinn darraðardans í Víkinni. Kapphlaup liðanna tveggja um efsta sætið heldur þar með áfram en eins og sakir standa er ekki líklegt að önnur lið blandi sér í þá baráttu.
Kría er í fimmta sæt með 15 stig eftir 14 leiki og er þar með níu stigum á eftir efstu liðum þegar fjórar umferðir eru eftir óleiknar.
Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 8, Sigurður Egill Karlsson 4, Viktor Andri Jónsson 3, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Gellir Michaelsson 1, Filip Andonov 1, Alex Viktor Ragnarsson 1, Gunnar Valur Arason 1, Arnar Jón Agnarsson 1.
Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 8, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Kári Tómas Hauksson 3, Einar Pétur Pétursson 2, Sigurður Jefferson Gurario 2, Símon Michael Guðjónsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Kristján Ottó Hjálmsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Kristófer Andri Daðason 1, Bjarki Finnbogason 1.
Staðan í Grill 66-deild karla.