- Auglýsing -
Úrslitaleikir Vals og gríska liðsins Olympiacos í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla fara fram laugardaginn 18. maí í N1-höll Valsmanna klukkan 18 og laugardaginn 25. maí í Tasos Kampouris íþróttahöllinni í Chalkida, nærri 100 km frá Aþenu.
Valur hóf miðasölu á heimaleik sinn á miðnætti.
Miðasala – smellið hér.
Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals sagði við handbolta.is í kvöld að slegið verði upp hátíð á Valssvæðinu á Hlíðarenda laugardaginn 18. maí.
„Við byrjum með hátíð klukkan 15 og munum leggja mikið í daginn,“ sagði Jón en eins og nærri má geta ríkir mikil eftirvænting innan félagsins fyrir úrslitaleikjunum, ekki síst þeim fyrri á heimavelli.
- Auglýsing -