- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta knúði fram oddaleik eftir maraþonleik og vítakeppni

Blendnar voru tilfinningarnar þegar leiknum loksins lauk í Hertzhöllinni. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Grótta vann Aftureldingu, 32:29, eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Liðin mætast í odda leik að Varmá laugardaginn klukkan 16. Sigurlið þess leiks tekur sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.

Jafnt var að loknum tveimur framlengingum, 28:28, eftir að Grótta hafði skorað þrjú síðustu mörkin og jafnað metin á síðustu þremur mínútunum.

Í vítakeppninni skoruðu leikmenn Gróttu úr fjórum vítaköstum en leikmenn Aftureldingar aðeins úr einu af þremur. Þegar Grótta skoraði úr fjórða vítakastinu var sigurinn í höfn og við tók mikill sigurdans um keppnisgólf Hertzhallarinnar.

Grótta var yfir eftir 30 mínútur, 14:10, en þá hafði liðið skorað nú mörk gegn tveimur á síðustu 13 mínútum hálfleiksins.

Afturelding jafnaði fljótlega í síðari hálfleik. Eftir það var jafnt á öllum tölum. Þegar 60 mínútur voru að baki var staðan jöfn, 22:22. Þá varð að grípa til framlengingar í 2×5 mínútur.

Enn var jafnt að henni lokinni, 24:24. Þá var komið að annarri framlengingu. Afturelding fór betur af stað og náði þriggja marka forskoti eins og áður sagði. Gróttuliðið gafst ekki upp enda vel stutt af fjölda áhorfenda.

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 12, Karlotta Óskarsdóttir 6, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Katrín S. Thorsteinsson 1, Ólöf María Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 14.
Mörk Aftureldingar: Anna Katrín Bjarkadóttir 10, Susan Ines Gamboa 7, Hildur Lilja Jónsdóttir 6, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 16.

Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit

Tíðindamaður handbolta.is brá undir sig betri fætinum, fór vestur á Seltjarnarnes og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -