- Auglýsing -
Í mörg horn er að líta hjá aganefnd HSÍ þessa dagana þegar úrslitakeppni Olísdeilda og umspil stendur einna hæst. Meðal erinda sem aganefndin hefur til skoðunar er hegðun stuðningsmanna ÍBV í leik og FH og ÍBV. Ekki kemur fram í hvaða leik en vænta má þess að um sé að ræða einhvern af þeim þremur leikjum sem voru að baki þegar nefndin tók erindið fyrir á fundi þriðjudaginn 30. apríl.
Á fundi aganefndar á þriðjudaginn var afgreiðslu málsins frestað til 7. maí. Í millitíðinni er handknattleiksdeild ÍBV gefið færi til að skila inn athugasemdum með tilvísun til 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
- Auglýsing -