- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sola sagði starfi sínu lausu – allt mér að kenna

Valdo Sola er hættur þjálfun landsliðs Svartfellinga. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fyrsta verk Vlado Sola landsliðsþjálfara Svartfjallalands í handknattleik eftir að landsliðið féll úr keppni í gær í umspili HM var að segja af sér. Strax að leik loknum í síðari leiknum í Podgorica í gær tilkynnti Sola afsögn sína á blaðamannafundi. Um leið baðst hann afsökunar á frammistöðu liðsins en það tapaði báðum umspilsleikjunum við Ítali. Ítalir hafa ekki tekið þátt í HM í handknattleik síðan 1997 en verða með á næsta ári.

Allt mér að kenna

„Ég tek á mig alla ábyrgð vegna tapsins. Allt það sem miður fór í okkar leik er mér að kenna,“ sagði Sola á blaðamannafundi um leið og hann þakkaði leikmönnum fyrir samveruna en Sola, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Króatíu, hefur verið landsliðsþjálfari Svartfellinga í eitt ár. Hann skrifaði undir nýjan starfssamning í byrjun febrúar eftir ágætan árangur landsliðsins á EM í Þýskalandi. M.a unnu Svartfellingar granna sína Serba og töpuðu naumlega fyrir Íslandi, 31:30

Hafði ekki réttu svörin

„Ég ætla ekki að skella skuldinni á leikmenn. Ítalir hreinlega léku okkur sundur og saman og við því hafði ég ekki réttu svörin,“ sagði Valdo Sola vonsvikinn þegar hann sagði starfi sínu lausu eftir samanlagt átta marka tap fyrir Ítalíu í tveimur leikjum umspilsins um sæti á HM 2025.

Sjá einnig:
Ítalir verða með á HM – Spánverjar og Slóvenar sluppu fyrir horn

Umspil HM karla 2025 – úrslit leikja, síðari umferð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -