Íslenska landsliðið í handknattleik leikur lokaleik sinn í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í dag þegar það mætir ísraelska landsliðinu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 16. Íslenska landsliðið er með öruggt sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári.
Áhorfendur verður ekki heimilaður aðgangur að landsleiknum í Schenkerhöllinni en hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu hjá RÚV. Einnig verður handbolti.is með textalýsingu og stöðuuppfærslu frá viðureigninni.
Áður en landsleikurinn hefst í Schenkerhöllinni þá fer fram heil umferð í Grill 66-deild kvenna. Er það næst síðasta umferð deildarinnar.
Grill 66-deild kvenna:
Kórinn: HK U – ÍR, kl. 13.30 – sýndur á HKtv.
Fylkishöll: Fjölnir-Fylkir – Afturelding, kl. 13.30.
Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur U, kl. 13.30 – sýndur á Selfosstv.
Víkin: Víkingur – Grótta, kl. 13.30 – sýndur á Víkingurtv.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.