- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í þriðja flokki og leikur ekki í Kosice

Íslenska landsliðið tekur þátt í EM í janúar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla Evrópumótsins í handknattleik karla í Búdapest á fimmtudaginn. Ásamt Íslandi verða Slóvakar, Frakkar, Hvít-Rússar, Tékkar og Norður-Maekdóníumenn í sama styrkleikaflokki sem þýðir að Ísland dregst ekki í riðil með þeim. Dregið verður í riðla á fimmtudaginn og hefst athöfnin klukkan 15.


Um leið er ljóst að íslenska landsliðið mun ekki leika í Kosice í Slóvakíu þar sem þegar hefur verið ákveðið að landslið heimamanna leiki þar í borg. Slóvakar eru í sama styrkleikaflokki og Ísland.


Ísland var einnig í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppnina 2020.


Spánn, Noregur, Þýskaland, Króatía, Slóvenía og Portúgal verða í fyrsta styrleikaflokki.
Svíar, Rússar, Serbar, Ungverjar, Danir og Austurríkismenn í öðrum flokki og Holland, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Bosnía og Litáen í fjórða og neðsta flokknum.
Dregið verður í sex fjögurra liða riðla og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli í millriðla.
Þrátt fyrir að dregið verði á fimmtudaginn hefur eitt og annað þegar verið ákveðið fyrirfram.

Króatar taka sæti í A-riðli sem leikinn verður í Szeged í Ungverjalandi.

Gestgjafarnir, Ungverjar, verða í B-riðli sem leikinn verður í Búdapest í Ungverjalandi.

Slóvenar verða í C-riðli sem leikinn verður í Debrecen í Ungverjalandi.

Þjóðverjar hafa verið settir í D-riðil og leika í Bratislava í Slóvakíu.

Annar riðill, E-riðill, verður einnig leikinn í Bratislava, og hefur Tékkum verið úthlutað sæti í þeim riðli.

Eins og áður segir þá leikur landslið Slóvaka sína leiki í F-riðli í Kosice í Slóvakíu.

Millriðlakeppnin fer fram í tveimur riðlum sem leiknir verða í Búdapest og í Bratislava. Úrslitahelgi EM 2022 fer fram í Búdapest 29. til 31. janúar.

EM 2022 hefst 13. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -