Handknattleiksmarkvörðurinn Matea Lonac skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið KA/Þórs. Lonac, sem er frá Króatíu, er á sínu öðru keppnistímabili með Akureyrarliðinu.
Lonac hefur verið enn allra besti markvörður Olísdeildarinnar í vetur og hefur varið 37,7% þeirra skota sem á mark hennar hefur komið. Hefur frammistaða hennar vegið þungt í góðu gengi KA/Þórsliðsins á keppnistímabilinu.
KA/Þór hóf leiktíðina á að vinna Meistarakeppni HSÍ september og er nú í efsta sæti Olísdeildar fyrir lokaumferðina á laugardaginn þegar Akureyrarliðið sækir Fram heim í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn.
„Það er ákaflega jákvætt að stjórn KA/Þórs sé búið að framlengja við Mateu og ljóst að liðið ætlar sér áfram að vera í fremstu röð,“ segir í tilkynningu sem Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í gær í tilefni að því að Lonac skrifaði undir nýjan samning í aðdraganda stóra leiksins á laugardaginn.