- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Toppliðið tekur á móti Mosfellingum og Valsmenn fara austur

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss th. og Örn Þrastarson, aðstoðarþjálfari, bera saman bækur sínar. Þeir taka á móti Valsmönnum í kvöld. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

Áfram verður haldið að leika Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Haukar, tekur á móti Aftureldingu með Gunnar Magnússonar við stjórvölinn. Gunnar sækir heim sinn gamla heimavöll en hann þjálfaði karlalið Hauka í fimm ár og hætti á síðasta sumri.

Hinn leikur kvöldsins í Olísdeildinni verður á milli Selfoss og Vals í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Bæði lið unnu kærkomna sigra í síðustu umferð. Selfoss lagði ÍBV í Vestmannaeyjum og Valur vann Fram á heimavelli.

Fleiri leikir verða á dagskrá í Schenkerhöllin í kvöld því eftir að leikmenn Hauka og Aftureldingar hafa lokið leik í Olísdeildinni mætast ungmennalið Hauka og Harðar á Ísafirði í Grill 66-deild karla. Um er að ræða leik sem var frestað í fimmtu umferð deildarinnar í vetur.

Olísdeild karla:
Schenkerhöllin: Haukar – Afturelding, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur kl. 19.40 – sýndur á Stöð2Sport.
Staðan í Olísdeild karla.

Grill 66-deild karla:
Schenkerhöllin: Haukar U – Hörður, kl. 20.30.
Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -