- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Pétur Árni framlengir til langs tíma

Pétur Árni Hauksson sækir að marki KA í kappleik á dögunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Örvhenta skyttan Pétur Árni Hauksson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til næstu þriggja ára. Pétur Árni gekk á ný til liðs við Stjörnuna á síðasta sumri eftir að hafa leikið um skeið með HK, ÍR og Gróttu. Á yfirstandandi keppnistímabili hefur hann skorað 43 mörk í 18 leikjum, þar á meðal fjögur á móti ÍR í gærkvöld í 33:23, sigri Stjörnunnar í TM-höllinni.

Pétur Árni byrjaði að æfa handbolta 10 ára í Stjörnunni. Hann lék með yngri landsliðum Íslands, ásamt því að eiga nokkra Íslandsmeistaratitla með yngri flokkum Stjörnunnar í fótbolta.

„Pétur Árni er traustur og hæfileikaríkur drengur sem er stöðugt að vaxa. Hann er öflugur sóknarmaður og lykilmaður í vörn. Hann er jafnframt uppalinn Stjörnumaður, alltaf í góðu skapi og smitar keppnisskapinu yfir í félaga sína,“ er haft eftir Pétri Bjarnasyni, formanni Handknattleiksdeildar Stjörnunnar í tilkynningu deildarinnar. Þar segir ennfremur að Pétur Árni eigi ættir að rekja til Innri-Múla á Barðaströnd. „Það þarf alltaf minnst einn Vestfirðing í hvert lið til að ná árangri,“ segja Stjörnumenn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -