- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert leikbann en minnt á áhrif útilokanna

- Auglýsing -

Tvö erindi voru tekin fyrir á fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í gær í framhaldi af leikjum síðustu daga. Bæði erindi voru afgreidd án leikbanns en minnt var á stighækkandi áhrif útilokana. Ekki síst ber að hafa það í huga þegar langt er liðið á keppnistímabilið og syndir tímabilsins hafa hugsanlega safnast upp.


„Úrskurður aganefndar 4. maí 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

  • Áki Hlynur Andrason leikmaður Vals U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka U og Vals U í Grilldeild karla þann 1.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Nökkvi Dan Elliðason leikmaður Selfoss hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Selfoss í Olís deild karla þann 30.4.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
    Fleiri mál lágu ekki fyrir.
    Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.“
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -