- Auglýsing -
Íslenska landsliðið keppir í Zagreb á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla á næsta ári og verður í riðli með Slóvenía, Kúbu og Grænhöfðaeyjum. Dregið var í kvöld í Zagreb í Krótaíu. Mótið hefst 14. janúar og fer fram í Danmörku og Noregi auk Króatíu.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður 16. janúar gegn Grænhöfðaeyjum. Eftir það taka við leikir 18. og 20. janúar.
Þrjú lið komast áfram úr hverjum riðli og takist íslenska liðinu að rata áfram í milliriðla, sem talsverðar líkur eru á, verða andstæðingarnir úr H-riðli. Í þeim riðli eru Egyptar, Króatar, Argentína og Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar.
Riðlaskipting og leikstaðir:
A-riðill: (Herning) | B-riðill: (Herning) |
Þýskaland | Danmörk |
Tékkland | Ítalía |
Pólland | Alsír |
Sviss | Túnis |
C-riðill: (Porec) | D-riðill: (Varazdin) |
Frakkland | Ungverjaland |
Austurríki | Holland |
Katar | N-Makedónía |
Kúveit | Gínea |
E-riðill: (Ósló) | F-riðill: (Ósló) |
Noregur | Svíþjóð |
Portúgal | Spánn |
Brasilía | Japan |
Bandaríkin | Chile |
H-riðill: (Zagreb) | G-riðill: (Zagreb) |
Egyptaland | Slóvenía |
Króatía | Ísland |
Argentína | Kúba |
Barein | Grænhöfðaeyjar |
Sjá einnig:
HM karla 2025 – leikdagar og leikstaðir
- Auglýsing -