Afturelding innsiglaði þátttökurétt sinn í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð með fimm marka sigri á Víkingi á Varmá í kvöld, 23:18, í lokaumferð Grill 66-deildar kvenna. Víkingur var marki yfir í hálfleik, 13:12.
Aftureldingarliðið var þegar öruggt um sæti í Olísdeildinni fyrir leikinn í kvöld en það var við hæfi hjá liðinu að kveðja Grill 66-deildina með sigri.
Afturelding fékk þar með 24 stig í 16 leikjum og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Ungmennalið Fram varð deildarmeistari en getur ekki flust upp um deild. Afturelding var fjórum stigum fyrir ofan Gróttu sem tekur þátt í umspili um sæti í Olísdeildinni. Ungmennalið Vals, sem tapaði óvænt fyrir Fjölni-Fylki, 33:32, í kvöld varð að gera sér þriðja sætið að góðu.
Skrekkur virtist í leikmönnum Aftureldingar í leiknum við Víkingi í kvöld. Víkingur var heldur á undan í ríflega 40 mínútur en eftir að Afturelding skoraði sjö mörk í röð og komst sex mörkum yfir, 21:15, var aldrei vafi á hvort liðið færi með sigur úr býtum.
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 6, Telma Rut Frímannsdóttir 5, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 3, Birna Kristín Guðmundsdótir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Aanmaria Gigic 2, Katrín Helga Davíðsdótti 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 1.
Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 7, Kara Rún Árnadóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Steinunn Birta Birgisdóttir 1.
Lokastaðan í Grill 66-deild kvenna.